Tolt.nu Ísland Skriv ut

Um Tolt.NU

 

 

Tolt.NU hefur starfað í Svíþjóð síðan árið 2000 og er núna rekið af okkur, Sigfúsi Brynjari Sigfússyni og unnurstu minni Josefine Denami.  Við keyptum jörðina Björsbo nálægt Stockholmi árið 2007 og höfum rekið þar rekstur sem snýr að flestum hliðum hestamennskunnar, Þjálfun kynbóta og keppnishrossa, reiðkennslu fyrir keppnisfólk og frístundareiðmenn, haft hnitmiðaða hrossarækt með örfáum vel völdum hryssum og Heiðursverðlauna stóðhesti okkar Hrafnfaxa frá Vestra-Geldingaholti, Reyðtygaverslun og útleigu á hesthúsplássum og svo keppnishald nánast mánaðarlega á keppnisvelli við byggðum árið 2010. Í dag eigum við Björsbo en og rekum nánast alla starfsemina með vinum okkar Patrik og Malin Karlsson nema þjálfun hesta þarsem við erum bara örfáar vikur í Svíþjóð á ári.

Við höfum haft að leiðarljósi í okkar rekstri að vera með hagkvæman og stöðugan rekstur en samt mikið keppnisskap að vera með bestu þjónustu og vörur og erum stolt að geta boðið betri verð en samkeppnisaðilar i td. reiðtygja sölunni.  Við reynum að vera laus við dýra umgjörð en leggjum miklar kröfur á hestana okkar að þeir séu í fremstu röð.



Eftir að við fluttum til Vestra-Geldingaholts á Íslandi ætlum við smám saman að byrja rekstur Tolt.NU á Íslandi og fyrst og fremst verður lagt mikið í sölu reiðtyga enda sjáum við að það má bæta við vöruúrvalið hér góðum hnökkum og reiðtygjum á betra verði.  Einnig verður tekið við hestum í hagagöngu og örfáum hestum í þjálfun sem Sigfús vill leggja metnað sinn í með háleit markmið í huga í keppni, kynbótasýningu eða sölu.

Nafnið Tolt.Nu er einfaldlega tekið úr slóð heimasíðu okkar en hefur líka þá tengingu að gott Tölt er okkur afskaplega mikilvægt í okkar hestamennsku og líka að það finnist í okkar hestum svo það sé bara till "nú" Logoið er af okkar fyrstuverðlauna ræktunarhryssu Rakel sem fór fimm vetra í ræktun þarsem við mátum það mest að fá sem fyrst aðra kynslóð frá henni enda hryssan einstök.  Nú eru þau fyrstu að komast á tamningaraldur og Rakel bara rétt 10 vetra og spennandi að sjá hvað sú ákvörðun leiðir til.


 

 

 

Picture from the top...

Sigfus and Leiknir från Övergran (father: Hrafnfaxi) at the Swedish Championships

Josefine and Kainn frá Flugumyri II (father: Glampi) at the Pacechampionat, Germany

Rakel från Hyndevad (father: Hrafnfaxi) at the WC in Brunnadern, Swiss 2009

Autumn at Vestra-Geldingaholt 2014